Eftir að Steingrímur J.hætti sem fjármálaráðherra um áramótin gerðu margir ráð fyrir því að Indriði H. Þorláksson myndi láta af störfum í kjölfarið. Indriði er þó enn við störf í ráðuneytinu.

Viðskiptablaðið sendi fjármálaráðuneytinu fyrirspurn í síðustu viku þar sem spurt var um stöðu Indriða H. Þorlákssonar innan ráðuneytisins auk annarra þátta um störf og starfshagi Indriða hjá ráðuneytinu.

Fjármálaráðuneytið brást fljótt við og í skriflegu svari til Viðskiptablaðsins kemur fram að gerður hafi verið starfssamningur við Indriða um sérstaka ráðgjöf á sviði skattamála, auðlinda- og stóriðjumála, samskipti við sveitarfélög á sviði fjármála og tekna sveitarfélaga og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um áætlanir í ríkisfjármálum.

"Ekki er um eiginlegan ráðningarsamning að ræða. Starfssamningurinn gerir ráð fyrir greiðslu tímakaups, sbr. ákvæði [...] í kjarasamningum, fyrir vinnuframlag sem ræðst af þeim verkefnum sem unnin eru að óskum ráðuneytisins á hverjum tíma," segir í svari ráðuneytisins. Þá kemur fram að samkomulag sé  um greiðslu tímakaups, en ekki utanaðkeypta þjónustu (t.d. verktakagreiðslu).

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Bankastarfsmenn eru flestir í vinnu þrátt fyrir réttarstöðu
  • Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, er með hærri laun en Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
  • Atvinnuþátttaka hefur ekki verið minni í 21 ár
  • Landsbankinn sölutryggir Tryggingarmiðstöðina
  • Samherji og lífeyrissjóðir eignast Jarðboranir
  • Áframhald af umfjöllun um skuldarstöðu sveitafélaga – Austurland
  • Fréttaskýring; Pólitíkin á bakvið landsdóm og tillögu þess efnis að draga ákæru á hendur Geir H. Haarde til baka
  • Fréttaskýring: Flugstöð Leifs Eiríkssonar sprungin í kjölfar fjölgunar flugfarþega
  • CCP stofnar fyrirtæki til að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans
  • Úttekt: Fyrirtæki á bætiefnamarkaði velta um milljarði króna
  • Viðtal við Ásbjörn Gíslason, forstjóra Samskipa
  • Óðinn fjallar um gjaldeyrishöftin, Týr um yfirvofandi uppsagnir í fyrirtækjum
  • Þemasíður: Dægurmenning, þjóðmál, sport og peningar, bílasíða