Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, undirbýr nú starfslok sín í fjármálaráðuneytinu. Hann segir þó ekkert endanlega frágengið í þeim efnum og dagsetning ekki enn ákveðin.

Spurður hvort hugur hans stefni eitthvað annað svarar hann: „Já,já, þetta átti aldrei að vera nema tímabundið. Spurningin er um nákvæman lokapunkt.“

Hann vildi ekki staðfesta að sá lokapunktur gæti verið nú um áramótin. Það ráðist af þeim verkefnum sem enn verði á hans borðum og „hvað ráðherra telur heppilegt í þessum efnum,“ eins og Indriði orðar það sjálfur.

Indriði var áður ríkisskattstjóri til ársins 2006 og var búinn að vinna sér rétt til að fara á eftirlaun þegar hann var kallaður til starfa í fjármálaráðuneytinu í febrúar 2008.