Sænska fjárfestingafélagið Insustrivarden hefur nú selt allan hlut sinn í Össuri en félagið seldi 19,5% hlut í félaginu í síðustu viku, segir í tilkynningu frá Industrivarden.

Danska félagið William Demant Invest, fjárfestingafélagið Eyrir ehf. og og Vik Investment Holding S.a.r. keyptu samtals 75 milljónir hluta af Industrivarden í síðustu viku og nú hefur félagið losað afganginn af bréfum sínum, eða 17,82 milljónir hluta. Ekki hefur komið fram hverjir kaupa.

Eftir viðskiptin í síðustu viku er William Demant stærsti hluthafinn í Össuri, með 36,9% hlut.