Fyrirhugað er að fjárfesta fyrir 56 milljarða dollara, eða sem nemur um 3800 milljörðum króna, í járnbrautalestakerfi Indlands á næstu fimm árum. BBC greinir frá þessu, en járnbrautamálaráðherra Indlands kynnti fjárlög síns málaflokks í dag. Langstærsta járnbrautafyrirtæki landsins, Indian Railways, er ríkisrekið.

Indian Railways státar af stærsta lestakerfi í heiminum. Nú að verja peningum í fleiri leiðir og aukið öryggi farþega. Á yfirstandandi fjárhagsári fyrirtækisins sem endar í mars er reiknað með hagnaði upp á 6,3 milljarða dollara. Árið 2001 stóð Indian Railways nærri gjaldþroti, þannig að ljóst er að mikill viðsnúningur hefur átt sér stað í rekstrinum.

Sérfræðingar telja að þetta sé til marks um að fjárlög ríkisstjórnarinnar verði ansi eftirlátssöm, en þau verða kynnt í dag. Rúmlega ár er í kosningar í Indlandi.