Samingaviðræður eru á lokastigi um kaup indverska stálrisans JSW steel á ítalska stálframleiðandanum Lucchini.

Samkvæmt frétt Financial Times um málið eru kaupin merki um að áhugi alþjóðlegra fjárfesta á evrópska stálmarkaðnum sé að kvikna á ný eftir erfið ár í kjölfar efnahagskreppunnar.

Kaupin eru ekki síst merki um bjartari tíma í Ítalíu en það hefur ekki verið hagvöxtur í þessu þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins í heilan áratug. Það er því talið afar jákvætt að erlendir fjárfestar sýni landinu áhuga.

Þetta yrði fyrsta skref JSW steel, sem er í eigu inverska milljarðamæringsins Sajjan Jindal, inn á evrópskan markað. Lucchini var áður í eigu rússneska fyrirtækisins Severstal en var lýst gjaldþrota árið 2012.