Indversk stjórnvöld eru reiðubúin að gera nánast allt til að halda ríkisflugfélaginu Air India á floti. Ein þeirra hugmyndina sem upp er komin er að selja Air India til einkafjárfesta. Frá þessu er greint í frétt CNN Money . Í samtali við CNN Asia sagði flugmálaráðherra Indlands, Ashok Gajapati Raju,: „Við viljum að Air India lifi af“. Hann bætti við að honum væri nokk sama hver ræki flugfélagið, aðalatriðið væri að halda því starfræktu.

Flugfélagið hefur verið rekið með gríðarmiklu tapi undanfarin ár. Árið 2012 þurfti indverska ríkið að grípa til björgunaraðgerða og eyddi það 4,5 milljörðum dollara til að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti. „Ég get ekki lofað því að eyða skattfé Indverja að eilífu til að halda því gangandi. Sama hvort það sé í eigu ríkisins eða einkaaðila, vildum halda því gangandi,“ bætir flugmálaráðherrann við.

Gert er ráð fyrir því að Indland verði þriðji stærsti markaður heimsins þegar kemur að flugferðum og hefur markaðurinn vaxið á ógnarhraða á síðastliðnum árum. Flugfélög frá Mið-Austurlöndum á borð við Ethiad og Emirates hafa haslað sér völl í Indlandi.