Indymac bankinn, einn af stærstu húsnæðislánaveitendum Bandaríkjanna, er að hruni kominn vegna lánsfjárskreppunnar samkvæmt frétt BBC.

Ríkið hefur tekið yfir eignir bankans, en talið er að bankinn hefði ekki getað höndlað fyrirséðar úttektir viðskiptavina. IndyMac er næststærsta fjármálafyrirtæki sem hefur hrunið í sögu Bandaríkjanna.

Indymac hefur átt í vandræðum að undanförnu og kornið sem fyllti mælinn var að bréf tveggja stærstu fjárfestingalánasjóða Bandaríkjanna, Fannie Mae og Freddie Mac, féllu um 50%.

Innistæður í Indymac sem eru undir 100.000 Bandaríkjadölum eru tryggðar, en um tíu þúsund manns eiga upphæðir yfir þeim mörkum í bankanum.

Leitað er að kaupanda að IndyMac.