Hollenski bankinn ING Bank spáir því að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 50 punkta í 14% á fimmtudaginn, líkt og innlendir greingingaraðilar.

ING segir að líklega verði hækkunin sú síðasta í bili, en Seðlabankinn hefur hækkað vexti17 sinnum síðustu tvö ár.

Spár Seðlabankans um að stýrivextir gætu farið í 16% munu ekki rætast, segir ING, þar sem verðbólguþrýstingur hefur minnkað.

Hagstofa Íslands birti verðbólgutölur í gær, og dróst tólf mánaða verðbólga saman í 7,5% úr 8,6% í ágúst.