Greiningardeild þýska bankans ING gerir ráð fyrir að stýrivextir hér á landi verði komnir niður í 8% í lok þessa árs en sem kunnugt er lækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína í gær um 100 punkta, úr 18% í 17%.

Eins og kunnugt er mun Seðlabankinn kynna stýrivaxtaákvörðun aftur þann 8. apríl n.k. en greiningardeild ING segist búast við því að Seðlabankinn kynni frekari áætlun sína til að styrkja gengi krónunnar.

Í skýrslu ING kemur fram að loksins hafi Seðlabankinn stigið skref í áttina að því að minnka aðhald peningastefnunnar, en telur fullt tilefni til að lækka vexti enn frekar í ljósi mikillar hættu á frekari samdrætti.