Í nýkjörinni stjórn MP banka var Inga Björg Hjaltadóttir, meðeigandi Acta lögmannsstofu, kjörin ný í stjórn bankans, en Vilmundur Jósefsson framkvæmdastjóri fór úr aðalstjórn. Inga Björg hafði áður verið varamaður í stjórninni og tekur Vilmundur nú sæti í varastjórn.

Að öðru leyti er stjórnin óbreytt á milli ára og sitja í henni auk Ingu Bjargar þau Þorsteinn Pálsson, Skúli Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson og Mario Espinosa.

Í varastjórn voru kosin Vilmundur Jósefsson, Michael Wright, fjárfestir og meðeigandi að Rowland Capital, Dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst og Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Strax.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir eru nýjar í varastjórn.