Viðskiptablaðið spurði fjölmiðlakonuna Ingu Lind Karlsdóttur út í eitt og annað sem henni þótti standa upp úr á nýliðnu ári.

Brúðkaup ársins: Bjarni Ben og Sigmundur Davíð. Vonandi endist það eitthvað hjá þeim.

Dóni ársins: Maðurinn á appelsínugula Range Rovernum.

Hneyksli ársins: Veðrið á Íslandi í sumar. Hroðbjóður. Og það á heitasta ári heims frá því að mælingar hófust. Sveiattan.

Hetja ársins: Arnhildur Anna Árnadóttir (6. sterkasta unga kona heims) sem tekur 180 kg í hnébeygju og réttstöðulyftu.

Frétt ársins: Stærð og fylgi Framsóknarflokksins.

Matarkúr ársins: Í mínu tilfelli? Þegar ég uppgötvaði að bjór er góður dósamatur.

Óvænt ánægja ársins: Gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Bömmer ársins: Að hafa ekki náð að rekast á neinn leikara úr Game of Thrones á meðan þeir voru hérna.

Besti brandari ársins: Hinn staki strigaskór forsætisráðherra á fundi með leiðtogum Norðurlandanna og Obama.

Mest þreytandi brandari ársins: Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum.

Lesa má viðhorf fleiri í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins.