„Ég er yfir mig spennt,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, þáttastjórnandi The Biggest Ísland sem hefur göngu sína á SkjáEinum í kvöld.

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.

„Þótt ég sé búin að sjá fyrsta þáttinn tvisvar, vera sjálf þáttastjórnandinn og vita nákvæmlega hvernig hann endar, þá get ég ekki beðið eftir að horfa í kvöld,“ segir Inga Lind.

Í þættinum er keppt í þyngdartapi en þeir eru bandarískir og hófu göngu sína 2004. Í dag hafa þeir verið teknir upp í mörgum löndum og þúsundir einstaklinga um allan heim hafa farið í gegnum heilsuferli The Biggest Loser sem er vottað af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum.

Keppendur verða tólf og koma alls staðar að af landinu. Þeir dvöldu á heilsuhótelinu Ásbrú í tíu vikur þar sem þeir freistuðu þess að breyta lífsstíl sínum og kepptust við að léttast. Þættirnir eru framleiddir af Sagafilm fyrir SkjáEinn.

Fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld klukkan 20.30.