Þingflokksfundi sjálfstæðismanna lauk fyrir skömmu án sérstakrar niðurstöðu, að því er heimildir Viðskiptablaðsins herma. Ekkert mun liggja fyrir um lántökur ríkisins eða aðrar aðgerðir.

Ríkisstjórnin mun þó hafa ákveðið í dag að ábyrgjast allar innlendar innstæður í bönkum landsins óháð fjárhæð og er það í samræmi við áður fram komnar yfirlýsingar ráðherra um að sparifjáreigendur þurfi ekki að óttast um fé sitt í bönkunum. Þetta er einnig í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda í ýmsum ríkjum, nú síðast í Þýskalandi í dag.