Stjórnarþingmenn og margir samráðherrar, Ögmundar Jónassonar, sem nú hefur sagt af sér embætti heilbrigðisráðherra, fréttu fyrst af afsögn hans í fjölmiðlum. Ákvörðunin hafði ekki verið kynnt í þingflokki VG.

Þingflokkurinn mun funda kl. 14 í dag.

Fram kom í máli Ögmundar við fréttamenn í hádeginu að hann hefði upplýst Steingrím J. Sigfússon, formann VG, og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína.

Hann sagði að hann myndi áfram starfa sem þingmaður og myndi styðja ríkisstjórnina sem slíkur.