Umræður og atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir á Alþingi í kvöld um frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun gjalda á eldsneyti, áfengi og bifreiðar. Þingfundi sem átti að hefjast um níuleytið í kvöld hefur ítrekað verið frestað eftir harða gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið.

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gagnrýndu frumvarpið harðlega og hvöttu ríkisstjórnina til að afturkalla það. Sögðu þeir að frumvarpið mundi leiða til hækkunar vísitölu og þar með til milljarða hækkunar á skuldum ríkisins, fyrirtækja og heimila.

Stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn frumvarpinu við aðra umræðu og flestir stjórnarliðar studdu það. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna.

Nú rétt í þessu var þingfundi enn frestað til kl. 23:15.