Tuttugu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi ósk um að viðskiptaráðherra skili þinginu skýrslu um peningamarkaðssjóði og skammtímasjóði.

Fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar er Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum.

Í greinargerð skýrslunnar er því meðal annars haldið fram að gömlu og nýju bankarnir hafi varið allt að 200 milljörðum króna í kaup á bréfum sjóðanna.

„Fyrir bréf sjóðanna var því greitt með ríkisfé, bæði þau sem gömlu og nýju bankarnir keyptu, enda bankarnir komnir í hendur ríkisins," er fullyrt í greinargerðinni.

Þingmennirnir óska eftir nánari útskýringum á þessu sem og á fleiri málum tengdum sjóðunum.

Skýrslubeiðnina í held má nálgast hér .