*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 5. september 2019 14:25

Ingibjörg eignast 99,7% í 365

Ingibjörg S. Pálmadóttir á nú 365 miðla nánast að fullu. Leggja á félaginu til 1,2 milljarða króna í hlutafé.

Ingvar Haraldsson
Ingibjörg S. Pálmadóttir, eigandi 365 miðla.

Ingibjörg S. Pálmadóttir jók eignarhlut sinn í 365 miðlum á síðasta ári. Ingibjörg og tengdir félög juku eignarhald sitt á A-hlutum félagsins úr 74,6% í 99,72%. Þá eiga Ingibjörg og tengd félag alla B-hluti félagsins. Þetta kemur fram í ársreikningi 365 miðla fyrir árið 2018.

Í ársreikningnum segir að Auður I fagfjárfestasjóður hafi átti 15,6% hlut og Grandier, félag Sigurðar Bollasonar. hafi átt 8,8% hlut í lok árs 2017 en séu ekki lengur meðal hluthafa. Þá seldi Ari Edwald, forstjóri MS, og fyrrverandi forstjóri 365 miðla, 0,27% hlut sinn í 365 miðlum á þessu ári.

Sjá einnig: Rúmlega eins milljarðs tap 365 miðla

365 miðlar töpuðu milljarði króna í fyrra og 348 milljónum króna árið 2017. Fyrirtækið seldi fjölmiðla sína, aðra en Fréttablaðið og Glamour árið 2017 til Sýnar. Leggja á félaginu til 1,2 milljarða í hlutafé á þessu ári.