*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 3. september 2019 15:24

Ingibjörg kaupir fyrir 160 milljónir

Félag Ingibjargar S Pálmadóttir kaupir 20 milljón hluti í Skeljungi og á félag hennar nú fyrir um 1,9 milljarða í félaginu.

Ritstjórn
Hjónin Ingibjörg S. Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson eiga nú um 11% í Skeljungi.
Aðrir ljósmyndarar

Ingibjörg S. Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar varaformanns stjórnar Skeljungs, hefur keypt fyrir tæplega 159,1 milljón íslenskra króna í olíufélaginu.

Með kaupunum, sem eru á 20 milljón hlutum á genginu 7,955 krónum, eignast þau um 11% útgefinna hluta í félaginu, 235,5 milljón hluti. Miðað við kaupgengið er andvirði hlutanna tæplega 1.873,4 milljónir króna, en gengið þegar þetta er skrifað er á 7,9 krónur.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hafa verið nokkur átök um stjórn á Skeljungi síðan félag Ingibjargar keypti sig inn í félagið eftir söluna á bréfum í Sýn, og um tíma kaup á hlutum í Högum áður en seldu sig þaðan út og keyptu í Skeljungi.

Hér má lesa frekari fréttir um málefni Skeljungs: