Ingibjörg Pálmadóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ingibjörg Pálmadóttir var með eina milljón króna í laun á mánuði hjá félaginu IP Studium  í fyrra. Það var rétt tæplega 35% meira en hún fékk í laun hjá félaginu ári fyrr.

Fram kemur í ársreikningi IP Studium að launagreiðslur félagsins námu 12 milljónum króna í fyrra samanborið við 8.889.465 krónur allt árið 2011. Tekið er fram í ársreikningnum að allar launagreiðslur félagsins í fyrra voru vegna stjórnar. Ingibjörg var ein í stjórn IP Studium á síðasta ári. IP Studium á 20% hlut í 365 miðlum. Ingibjörg á í gegnum félagið og önnur 90% af bæði A- hlutabréfum  365 miðla og allt B-hlutafé fjölmiðlasamsteypunnar.

Þetta jafngildir því að Ingibjörg hafi verið með eina milljón króna í laun á mánuði fyrir vinnu sína á vegum IP Studium í fyrra. Þau voru að meðaltali um 740.800 krónur á mánuði árið 2011.