365 miðlar og aðaleigendur þeirra, hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, brutu ekki samkeppnisákvæði kaupsamnings síns við Sýn, sem keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísi af þeim árið 2017.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en Sýn höfðaði málið gegn hjónunum og 365 miðlum sem félagið taldi hafa brotið áðurnefnt ákvæði, meðal annars vegna vissra þátta í starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins.

Sýn krafðist 1,1 milljarðs króna að meðtöldum dagsektum, en var þess í stað gert að greiða málskostnað beggja aðila vegna málsins, milljón krónur fyrir hvorn.