Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365 tekur við stöðu forstjóra fyrirtækisins, þar til að Samkeppniseftirlitið hefur farið yfir kaup Fjarskipta, móðurfélags Vodafone á öllum eignum og rekstri 365, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins.

Ingibjörg er stærsti hluthafi í 365 miðlum. Sævar Freyr Þráinson lætur strax af störfum og tekur við störfum sem bæjarstjóri á Akranesi eins og áður hefur komið fram.

Kaupverðið á 365 miðlum er á bilinu 3.125 til 3.275 milljónir króna og mun endanlegt kaupverð ráðast af rekstrarárangri hins keypta fram að afhendingu. Kaupverð verður greitt annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjarskiptum á genginu 52,5 krónur á hlut, og hins vegar 1.425 til 1.575 milljónum króna með reiðufé. Einnig yfirtekur kaupandi vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna