*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 18. nóvember 2020 16:59

Ingibjörg selur fyrir 150 milljónir

365, í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, selur hlutabréf í Kaldalóni fyrir tæplega 150 milljónir króna.

Alexander Giess
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er aðaleigandi 365 sem á hlut í Kaldalóni.
Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir seldi í dag hlutabréf í fasteignaþróunarfélaginu Kaldalón fyrir tæplega 150 milljónir króna í gegnum 24 Development Holding ehf., sem er dótturfélag 365, og að öllu leiti í hennar eigu, samkvæmt vef Skattsins. Frá viðskiptunum er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Gengi bréfanna var 1,03 krónur en Jón Skaftason er stjórnarmaður í 24 Development ásamt því að sitja í fjárfestingaráði Kaldalóns og telst því innherji.

Ingibjörg er aðaleigandi 365 sem á umfangsmikið fasteignasafn í miðbæ Reykjavíkur auk um 8,2% hlut í Kaldalóni. 

Heildarvelta með hlutabréf Kaldalóns námu 153 milljónum króna í tveimur viðskiptum. Fyrirtækið var skráð á First North markaðinn á síðasta ári. Jón Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.

Fjárfestahópur sem samanstendur að mestu af þremur af stærstu hluthöfum Kaldalóns boðaði í síðustu viku yfirtökutilboð í Skeljungi, þar á meðal var 365.