„Allt sem gerist í útlöndum hefur áhrif á okkur hér heima og það sem við gerum heima hefur áhrif út í heim. Við sjáum það svo vel núna,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í dag og vísaði til þeirra erfiðleika sem Íslendingar eiga við að glíma.

„Okkur kemur við það sem gerist í útlöndum,” sagði Ingibjörg Sólrún.

„Við þurfum á vinum og vandamönnum að halda,” sagði hún.

„Og við þurfum á diplómasíu að halda. Því við leysum engin mál nema með diplómasíu og samningum. Það er það sem utanríkisþjónustan gengur ekki síst út á.”