Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður lengur undir læknishendi í Svíþjóð en ráð var fyrir gert vegna þess höfuðmeins sem hún kenndi sér fyrst í september.

Ákveðið hefur verið að frekari sýnataka fari fram á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi áður en til geislameðferðar kemur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.