Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra hyggst kynna niðurskurðartillögur í ráðuneytinu í ljósi efnahagsástandsins á blaðamannafundi kl. 15.00 á eftir.

Hermt er að niðurskurðurinn nemi um 2,2 milljörðum króna.

Gangi tillögur þessar eftir í meðförum ríkisstjórnar og Alþingis verða útgjöld ráðuneytisins svipuð og þau voru samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2007.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins munar mestu um að fyrri áform um stóraukna þróunaraðstoð skulu látin ganga til baka.

Þá verður fjórum íslenskum sendiráðum erlendis lokað, en þar ræðir um sendiráðin í Róm á Ítalíu, Colombo á Sri Lanka og í Pretoríu í Suður-Afríku.

Þá verður sendiráði fastanefndarinnar við Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi. Öll eru sendiráðin fremur smá í sniðum.

Albert Jónsson til Færeyja

Jafnframt verða kynntar breytingar á stjórn ráðuneytisins og skipan utanríkisþjónustunnar. Heimildir Viðskiptablaðsins segja að þær séu verulegar.

Mesta athygli sú ráðstöfun að kveða Albert Jónsson sendiherra heim frá Washington í Bandaríkjunum og skipa hann aðalræðismann í Færeyjum. Í hans stað verður skipaður Hjálmar W. Hannesson, enn hann stýrði framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem sendiherra fastanefndarinnar í New York.