Þrátt fyrir um 2,3 milljarða króna niðurskurðatillögur hjá utanríkisráðuneytinu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra að markmiði sé að reyna styrkja ráðuneytið.

Hún segir að tilhneiging sé til þess að horfa á fjölda sendiráða og einstaka pósta, þegar geta utanríkisþjónustu sé metin.

„Átta sig ekki á því að hjartað í utanríkisþjónustunni er ráðuneytið sjálft,” sagði Ingibjörg Sólrún á blaðamannafundi í dag, þar sem kynntar voru niðurskurðartillögur.