Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra segir peningamálastefnu Seðlabankans gengna sér til húðar.

Þetta sagði hún á Alþingi fyrir stundu en þar er nú til umræðu skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

Ingibjörg Sólrún sagði að fyrir nokkrum árum hefði minnihluti þjóðarinnar stutt stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Nú hefðu aðstæður hins vegar breyst og skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Ingibjörg minnti á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar væri ákvæði um að hægt væri að leggja mat á breytingar í Evrópumálum út frá hagsmunum Íslendinga.

Hvað varðar upplýsingar um samning ríkisins við IMF sagði Ingibjörg Sólrún að sendinefnd sjóðsins hér á landi hefði sett það sem skilyrði að samningurinn væri trúnaðarmál og ríkisstjórnin því ekki fær um að greina frá honum.

Í ræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún að við uppbyggingu bankakerfisins yrðu að hafa reynsluna að leiðarljósi. Hún sagði óhófleg launakjör bankamanna þyrftu að heyra sögunni.