Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, borgarstjóri og formaður Samfylkingarinnar, verður skipuð forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustfonunar Evrópu (ÖSE) í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt Reuters , en Vísir greindi fyrst frá .

Skipun Ingibjargar er liður í sáttarmiðlum til að mynda endi á mánaðarlangar deilur innan stofnunarinnar um hvaða ríki skulu hljóta fjórar háttsettar stöður innan hennar. Deilurnar tengjast meðal annars átökum í Úkraínu. Mikið vantraust hefur skapast milli aðildarríkjanna 57 í ÖSE.

Svisslendingurinn Thomas Greminger verður aðalritari ÖSE, hinn ítalski Lamberto Zannier heldur utan um málefni tengdum minnihlutum og hinn franski Harlem Desir fer fyrir fjölmiðlafrelsi. Skipunin þarf að fara í gegnum formlegt ferli, en verður hún að öllum líkindum staðfest í næstu viku.