*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Fólk 20. maí 2019 11:50

Ingibjörg til liðs við Attentus

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir hefur gengið til liðs við Attentus – mannauð og ráðgjöf.

Ritstjórn
Ingibjörg hefur mikla reynslu af mannauðsmálum bæði hér heima og í Þýskalandi.
Aðsend mynd

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir hefur gengið til liðs við Attentus – mannauð og ráðgjöf og mun hún sinna alhliða mannauðs- og stjórnendaráðgjöf á Norðurlandi, með aðsetur á Siglufirði. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Attentus hefur hingað til sinnt verkefnum á landsbyggðinni með ráðgjöfum úr Reykjavík en með ráðningu Ingibjargar Guðlaugar mun félagið styrkja þá þjónustu sína enn frekar.

Ingibjörg hefur mikla reynslu af mannauðsmálum hér heima og í Þýskalandi. Hún var mannauðsstjóri líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði frá árinu 2015 til 2018 og mannauðsstjóri hjá tónlistarhugbúnaðarfyrirtækinu Ableton í Berlín í fimm ár. Ingibjörg var áður sérfræðingur í stefnumótunarnefnd forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið og rafræna stjórnsýslu.
Ingibjörg lauk MSc námi í mannauðsstjórnun árið 2009 frá Háskóla Íslands, BA í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 2006. Hún hefur nýlokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði, einnig frá Háskóla Íslands.

Stikkorð: Fólk