*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 6. maí 2021 09:50

Ingibjörg til liðs við KOM

KOM hyggst nú sækja markvisst inn á ráðstefnumarkaðinn og hefur stofnað nýja ráðstefnudeild.

Ritstjórn
Ingibjörg Hjálmfríðardóttir hefur um árabil starfað við ráðstefnuhald, nú síðast hjá CP Reykjavík.

Ingibjörg Hjálmfríðardóttir hefur hafið störf hjá KOM og verður verkefnastjóri hjá nýrri ráðstefnudeild KOM ráðgjafar. Ingibjörg býr að 15 ára reynslu í ráðstefnuhaldi á Íslandi fyrst hjá Congress Reykjavik sem svo varð CP Reykjavík. Ingibjörg er með B.Sc. í viðskiptafræði og Diplóma í ferðamálafræðum.

„KOM hefur um árabil haft umsjón með alþjóðlegri ráðstefnu í sjávarútvegi og skipulagt fundi, ráðstefnur og viðburði fyrir viðskiptavini félagsins. Nú viljum við stíga skrefið til fulls, nýta reynslu okkar og markvisst sækja inn á ráðstefnumarkaðinn á Íslandi.

Stutt er í að aftur verði hægt að koma saman í stærri hópum og þegar ferðaþjónusta hefur sig til flugs á ný er það trú okkar mikill áhugi verði á ráðstefnuhaldi hér á landi. Ingibjörg er frábær viðbót við hópinn hjá okkur og færir okkur reynslubanka sem er ómetanlegur," segir Friðjón R Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM.