Ingibjörg Hjálmfríðardóttir hefur hafið störf hjá KOM og verður verkefnastjóri hjá nýrri ráðstefnudeild KOM ráðgjafar. Ingibjörg býr að 15 ára reynslu í ráðstefnuhaldi á Íslandi fyrst hjá Congress Reykjavik sem svo varð CP Reykjavík. Ingibjörg er með B.Sc. í viðskiptafræði og Diplóma í ferðamálafræðum.

„KOM hefur um árabil haft umsjón með alþjóðlegri ráðstefnu í sjávarútvegi og skipulagt fundi, ráðstefnur og viðburði fyrir viðskiptavini félagsins. Nú viljum við stíga skrefið til fulls, nýta reynslu okkar og markvisst sækja inn á ráðstefnumarkaðinn á Íslandi.

Stutt er í að aftur verði hægt að koma saman í stærri hópum og þegar ferðaþjónusta hefur sig til flugs á ný er það trú okkar mikill áhugi verði á ráðstefnuhaldi hér á landi. Ingibjörg er frábær viðbót við hópinn hjá okkur og færir okkur reynslubanka sem er ómetanlegur," segir Friðjón R Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM.