Viðræður hafa staðið yfir um nokkur skeið um kaup 101 Hótels við Hverfisgötu á húsinu við hliðina, Hverfisgötu 4-6. Hótelið er í eigu félags Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Eigendur Hverfisgötu 4-6 eru erfingjar Garðars Gíslasonar, eins umsvifamesta heildsala landsins á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er leigt út til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Ríkissaksóknari er á meðal leigjenda í húsinu.

Hvorki liggur fyrir hvaða verð eru rædd né hversu stóran hluta hússins félags Ingibjargar vill kaupa.

Húsið var byggt árið 1955 og um 1.100 fermetrar. Brunabótamat hússins er um 370 milljónir króna.

Þetta er á meðal efnis í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Netflix og Matrix-systkinin gera sjónvarpsþátt á Íslandi
  • Íslenskur læknir þróar nýja aðferð við skurðaðgerðir
  • Þingmaður vill réttarfarssektir úr lögum
  • Fasteignaskattar verða skoðaðir aftur á næstunni
  • Framlag til þróunarsamvinnu hér undir meðaltali OECD-ríkjanna
  • Stjórnvöld hafa áhyggjur af afturvirkum endurgreiðslum
  • Ráðherra segir hættu á fasteignabólu í lokuðu hagkerfi
  • Bóka um áhættulæsi dæmd
  • Páll Matthíasson segir Landspítalann rekinn fyrir 20% minna fé en árið 2008. Páll er í ítarlegu viðtali í blaðinu.
  • Esjuhlauparar fara ellefu ferðir upp á Esjuna
  • Framleiddu vörur úr endurunnum pappír en fóru í þrot
  • Nærmynd af Brynhildi hjá GG Verki
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um gjaldeyrishöftin
  • Óðinn skrifar um umsókn um starf seðlabankastjóra
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira