*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Fólk 3. desember 2019 14:26

Ingibjörn til Sjóvá

Ingibjörn Pétursson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá tryggingafélaginu Sjóvá.

Ritstjórn
Ingibjörn Pétursson, nýr forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.
Aðsend mynd

Ingibjörn Pétursson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Í tilkynningunni segir jafnframt að Ingibjörn hafi starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2009, sem hugbúnaðarsérfræðingur og síðast sem þróunarstjóri. Hann hafi gegnt lykilhlutverki í stafrænni þróun og stefnumótun í upplýsingatækni hjá Sjóvá og hafi yfirgripsmikla þekkingu á öllum tækniinnviðum starfseminnar. Áður starfaði Ingibjörn meðal annars hjá Logica Danmark (CGI), Gagarín og Góðum lausnum. 

Ingibjörn er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu í upplýsingatækni með áherslu á stjórnun og skipulag frá Háskólanum í Árósum.

Ingibjörn er giftur Helgu Björt Ingadóttur tannlækni og saman eiga þau þrjú börn.