*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Fólk 1. desember 2020 17:28

Ingileif til Ketchup Creative

Ingileif Friðriksdóttir hefur gengið til liðs við stjórnendateymi Ketchup Creative. Var áður á RÚV og Morgunblaðinu.

Ritstjórn
Ingileif Friðriksdóttir hefur meðal annars starfað sem blaðamaður, þáttastjórnandi og framleiðandi.
Aðsend mynd

Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Ingileif Friðriksdóttir kemur ný inn í stjórnendateymi Ketchup Creative og hefur nú þegar hafið störf.

Ingileif útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur síðan starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og svo lengst af sem þáttastjórnandi og framleiðandi á RÚV.

Þá er hún einn af stofnendum fræðsluvettvangsins Hinseginleikanns, barnabókahöfundur og hlaut nafnbótina framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2018.

„Það eru spennandi tímar og krefjandi verkefni framundan hjá Ketchup og því mikill fengur að fá Ingileif í hópinn. Hún býr yfir einstakri blöndu af reynslu og hæfileikum sem bæði við og okkar viðskiptavinir munum fá að njóta góðs af“ segir Sindri Jóhannsson, framkvæmdastjóri Ketchup Crative.

Ketchup Creative er skapandi stofa sem sérhæfir sig í framleiðslu afþreyingaefnis í markaðslegum tilgangi. Félagið hóf starfsemi í byrjun árs 2018 og hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins síðan þá. Fjallað hefur verið um verk Ketchup Creative í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við Business Insider, Forbes, Vanity Fair, ABC og CNBC