Ingimar Oddsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs fyrir sveitastjórnarkosningarnar í mai 2010.

Hann er nýlega genginn til liðs við Vinstrihreyfinguna- grænt framboð og hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum í mörg ár.

,,Gildismat almennings er að breytast og mér finnst rétti tíminn kominn fyrir mig. Ég tel mig vera málsvari hinna mildu gilda (Rómantík), friðar, réttlætis og kærleika, frekar en byltinga og stríðsyfirlýsinga. Ég hef lengi beðið eftir að þróun samfélagsins geti farið á þá leið að manngildi og samhyggð verði metin ofar verðgildum og sérplægni. Ég vil leggja áherslu á smvinnu og þverpólitíska sátt í samfélaginu en hika hvorki né hvika þegar kemur að málefnum þeirra sem minna meiga sín," segir hann í tilkynningu.

Hann leggur áherslu á félagslegt öryggi og persónulegt frelsi eru leiðir til lífshamingju.

Ingimar Oddsson er 41 árs listamaður (multimedia artist) og starfar sem persónulegur ráðgjafi með börnum og unglingum.

Hann hefur starfað að félagsmálum frá unga aldri, verið í fjölmörgum samtökum og félögum bæði pólitískum og ópólítískum. Hann gekk í Alþýðubandalagið 16 ára og tók þátt í félagsstörfum á þess vegum, var í sósíalistafélagi MA og formaður málfundafélagsins. Ingimar hefur tekið þátt í mótun og stofnun nýrra hreyfinga af ýmsum toga, hann starfaði t.d. fyrir R-listann í fyrstu kosningum hans. Undanfarin áratug hefur Ingimar ekki haft afskipti af stjórnmálum, en eftir að hafa tekið þátt í mótmælunum á austuvelli (búsáhaldabyltingunni) kviknaði áhuginn aftur.