*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 15. mars 2019 17:15

Ingimundur hækkað um 78% á þremur árum

Árslaun forstjóra Íslandspósts hækkuðu úr 14 milljónum í 25 milljónir á árunum 2015 til 2018.

Ritstjórn
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Haraldur Guðjónsson

Laun forstjóra Íslandspósts námu 25 milljónum króna á síðasta ári og hafa hækkað um 78% á þremur árum. Í nýbirtum ársreikningi Íslandspósts kemur fram að laun Ingimundar hafi hækkað úr 20 milljónum í 25 milljónir milli áranna 2017 og 2018. Laun Ingimundar námu 17 milljónum króna árið 2016 og 14 milljónum króna árið 2015.

Í bréfi stjórnar Íslandspóst til fjármálaráðherra vegna launasetningar ríkisforstjóra sagði að laun Ingimundar hafi hækkað úr 1.436 þúsund krónum í 2.052 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2017 til 1. maí 2018.

Stjórnin hafi árið 2017 látið Intellecta gera könnun á hver laun forstjóra sambærilegra fyrirtækja og Íslandspósts væru á bilinu 2,7 og 3,6 milljónir króna á mánuði. Þá haf forstjóralaun Íslandspósts hækkað mun minna en launavísitala á árabilinu 2008 til 2017.

Afkoma Íslandspósts versnaði töluvert á síðasta ári og nam tap félagsins 293 milljónum króna í fyrra miðað við 216 milljón króna hagnað árið 2017.

Uppfært: Síðdegis tilkynnti Ingumundur að hann hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is