Laun Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts, lækkuðu um hálfa milljón króna á mánuði á síðasta ári skv. ársreikningi félagsins sem birtur var í síðustu viku.

Íslandspóstur tapaði 144 milljónum króna í fyrra eftir rúmlega 90 milljóna króna hagnað tvö undangengin ár.

Þannig námu laun hans á árinu 13 milljónum króna eða tæpri 1,1 milljóna króna á mánuði. Árið 2010 námu laun hans 19 milljónum króna á árinu eða tæplega 1,6 milljónum króna á mánuði og höfðu þá hækkað um 3 milljónir á milli ára eða rúmar 300 þúsund krónur á mánuði. Árið 2008 námu laun hans 17 milljónum króna eða rúmlega 1,4 milljónum á mánuði.