Þeir eru fleiri en sérfræðingarnir hjá Seðlabanka Íslands sem er að búa sig undir að koma nýjum peningaseðlum í umferð. Sænski seðlabankinn greindi nefnilega frá því í dag hverjir hafi verið hlutskarpastir í hönnun á nýjum peningaseðlum sem fara í umferð árið 2015. Á seðlunum verða myndir af sænskum stórstjörnum. Leikstjórinn Ingmar Bergman verður á sænska 200-kallinum en Astrid Lindgren, Evert Taube og Greta Garbo ásamt fleirum.

Samkvæmt umfjöllun netútgáfu Aftonbladet í Svíþjóð eru nýju peningaseðlarnir í nýjum litum en núgildandi peningaseðlar auk þess sem vonast er til að erfiðara verði að falsa þá þar sem öryggisþættir hafa verið betrumbættir.

Seðlabanki Íslands áformar að setja nýjan 10.000 króna seðil í umferð í haust eða á næsta ári. Myndefni seðilsins mun tengjast Jónasi Hallgrímssyni og skarta mynd af lóunni.

Hér má sjá mynd af nýju peningaseðlunum sem sænski seðlabankinn birti í dag.