Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til fjármálaráðherra um bifreiðahlunnindi starfsmanna hjá ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum.

Fyrirspurnin er í fimm liðum, þar sem meðal annars er óskað svara við því hve margir bankastarfsmenn hafi verið á bifreiðum í eigu nýju og gömlu ríkisbankanna 1. desember sl.

Þá spyr þingmaðurinn meðal annars að því hvort slík hlunnindi tíðkist almennt í öðrum ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum, t.d. hjá Ríkisútvarpinu, Landsvirkjun, Veðurstofunni, Byggðastofnun.

Þingmaðurinn óskar eftir því að fá skriflegt svar við fyrirspurninni.