Steinunn V. Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til menntamálaráðherra um stöðu tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar við Austurbakka.

Byggingin stendur nú hálfkláruð og hefur verið hægt á framkvæmdum eftir að þeir sem stóðu að verkefninu, m.a. Portus, félag í eigu m.a. Björgólfs Guðmundssonar, fór í þrot.

Viðræður hafa staðið yfir við ríki og borg um að taka yfir verkefnið en ekkert liggur fyrir í þeim efnum.

Fyrirspurn Steinunnar er svohljóðandi: "Hver er staðan á byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfn og hvernig sér ráðherra fyrir sér framhald verkefnisins, nú þegar framkvæmdaraðilar eru komnir í þrot? "