Sjíta klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur skipað þingmönnum í stjórnmálaflokk sínum að draga sig tafarlaust úr þingi Íraks. Í fyrirskipun hans segir að hann vonist til sætin, sem eru sex talsins, færist yfir til aðila sem endurspegli vilja fólksins í landinu. Þetta mun vera mikið reiðarslag fyrir forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Laliki, sem hefur treyst á stuðning al-Sadr.