Ingólfur Axelsson, sem með Vilborgu Örnu Gissurardóttur, í grunnbúðum Everest segist í samtali við RÚV hafa tekið ákvörðun um að halda áfram.

Í gær féll snjóflóð í fjallinu og létust 13 leiðsögumenn. Ingólfur segir að miðað við aðstæður líði honum vel. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að halda áfram göngunni upp á topp fjallsins en hann mun þurfa að ganga fjórum sinnum í gegnum svæðið þar sem flóðið mannskæða féll í gær.

„Andlega er ég eins góður og hægt er að vera," sagði Ingólfur í samtali við RÚV. „Það er ekkert hægt að neita því þegar maður horfir upp á slíkt slys eins og það sem varð í gær þá þarf maður aðeins setjast niður og hugsa hlutina upp á nýtt og ræða við sína nánustu um hvert næsta skref.“

„Ég hef allavega tekið ákvörðun að halda áfram og er sáttur með hana. Ég á þó ekkert von á því að manni eigi eftir að líða vel að fara þarna um, hvað þá fjórum sinnum eins og stefnt er að.“