Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis [ GLB ], sagði ekki rétt að stjórnvöld hafi setið með hendur í skauti í stað þess grípa til aðgerða til þess að vinda ofan á hinu svokallaða „Íslandsálagi“, líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum.Hann bætti reyndar við, að segja mætti að hægt væri að vinna enn frekar að þessu verkefni.

„Íslandsálagið“ þýðir hærra skuldatryggingaálag á ríkissjóð og íslensk fjármálafyrirtæki en mörg önnur lönd og fyrirtæki búa við og mælir að einhverju leyti fjármögnunarkostnað.

„Seðlabankinn hefur unnið ötullega í því að bæta í gjaldeyrisforðann sem núna nemur ríflega 300 milljörðum króna,“ sagði hann.

Fleira kemur til; líkt og samkomulag á milli Norrænu seðlabankanna um skiptasamninga og lánalínur. Og samkomulag er í burðarliðnum á milli EES ríkjanna um samvinnu á þessu sviði.

„Það er alveg ljóst að ef áfall verður hér mun íslenski seðlabankinn ekki takast á við það einn síns líð,“ sagði Ingólfur á kynningarfundi um Þjóðhagsspá bankans í gær.