Launakjör Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings banka á Íslandi, á árinu 2005 voru eftirfarandi samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar: Laun 11,1 milljón króna, hlunnindi 1,7 milljónir króna, kaupaukar 40 milljónir króna, mismunur á markaðsvirði og kaupverði nýttra kauprétta 56,7 milljónir króna, hlutir í árslok 2,8 milljónir, kaupréttir 60 þúsund hlutir. Uppsagnarfrestur er 6 mánuðir en 12 mánuðir ef honum er sagt upp störfum.

Í ljósi ákvörðunar Kauphallar Íslands sem kynnt var í fréttatilkynningu þann 3. febrúar síðast liðinn um að nýta heimild í grein 2.5.2 í reglum Kauphallar Íslands og krefjast þess að skráð félög upplýsi sérstaklega um launakjör annarra stjórnenda en æðstu stjórnenda (stjórnar og forstjóra) í þeim tilvikum þegar viðkomandi er í forsvari fyrir dótturfélag eða deild sem vegur 25% eða meira af eigin fé eða afkomu félagsins eða samstæðunnar, birtir Kaupþing banki fyrrgreindar viðbótarupplýsingar.