„Félagið er fullfjármagnað og nú er komið að því að framkvæma; að stofna nýjan banka,“ hefur Fréttablaðið eftir Ingólfi Ingólfssyni fjármálaráðgjafa í dag. Ingólfur er einn aðstandenda Sparifélagsins. Hann segir félagið hafa leitast við að stofna viðskiptabanka frá því fyrir hrun og vinnur nú að kaupum á 22,4% hlut Fjarðabyggðar í Sparisjóði Norðfjarðar. Engar áætlanir hafa verið uppi innan bæjarfélagsins undanfarið um að selja hlutinn en viðunandi tilboð fékkst ekki þegar sala var reynd árið 2011.

Að sögn Ingólfs einblínir félagið ekki á Sparisjóð Norðfjarðar heldur horfir til hluta ríkisins í mögum sparisjóðum. Að sögn Ingólfs koma bæði innlendir og erlendir einstaklingar og lögaðilar að fjármögnun Sparifélagsins.