*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 19. nóvember 2019 15:23

Ingólfur nýr forstöðumaður hjá Origo

Origo hefur ráðið Ingólf Björn Guðmundsson frá Sensa til að vera forstöðumaður sölu- og vörustýringar.

Ritstjórn
Ingólfur Björn Guðmundsson hefur síðustu tólf ár unnið hjá bæði Sensa og Símanum við upplýsingatækni.
Aðsend mynd

Ingólfur Björn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu- og vörustýringar hjá þjónustulausnum Origo.

Ingólfur hefur unnið við upplýsingatækni í 12 ár, lengst af sem deildarstjóri netkerfa, öryggislausna og símkerfa hjá Símanum og Sensa, en undanfarin ár á fjármála- og rekstrarsviði Sensa við umbreytingastjórnun á innri kerfum og ferlum.

Ingólfur er með með diplóma í multimediadesign frá Nordic Multimedia Academy og BsC í viðskiptafræði, með áherslu á stjórnun og endurskipulagningu fyrirtækja frá Copenhagen Business School. Ingólfur er trúlofaður Unu Björg Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Hans helstu áhugasvið eru meðal annars snjóbretti og matreiðsla.