Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Ingólfur Helgason, fyrrverandi Kaupþings á Íslandi, þarf að greiða rúmar níu milljónir króna vegna lána sem hann fékk til kaupa á hlutabréfum bankans í byrjun árs 2006. Ingólfur fékk tæpar 88 milljónir króna til kaupanna og var hann persónulega ábyrgur fyrir tíu prósentum fjárhæðarinnar auk vaxta og málskostnaðar.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingólf til að standa við ábyrgð sína í október í fyrra. Ingólfur áfrýjaði dómnum og staðfesti Hæstiréttur hann svo í dag. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að óumdeilt sé að Ingólfur hafi ekki nýtt lánið til kaupa á hlutabréfum heldur hafi fjárhæðin verið lögð inn á tvo reikninga í hans eigu.

Dómur Hæstaréttar