Ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, hefur sagt upp störfum hjá N1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Ingunn er með er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem fjármálastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins á árunum 1991-1997. Hún gegndi hún starfi viðskiptastjóra hjá Íslandsbanka frá 1997-2000 og síðar útibússtjóra í Mjódd 2000-2006.

Ingunn starfaði hjá N1 frá 2006 en hún var framkvæmdastjóri Neytendasviðs 2006-2010, framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs 2010-2012 og gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra einstaklingssviðs.

Forstjórinn hætti í síðustu viku

Í síðustu viku var tilkynnt að Eggert Benedikt Guðmundsson myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins og Eggert Þór Kristófersson fjármálastjóri hefur tekið við því starfi.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, sagði þetta vera hluta af kostnaðarlækkun hjá fyrirtækinu að skipta um forstjóra.

Halldór Harðarson lét einnig nýverið af störfum hjá sem framkvæmdastjóri markaðssviðs N1 og tók við sem markaðsstjóri Arion banka.