Eignarhaldsfélagið Aztiq Pharma hefur keypt húsið Esjuberg, gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti. Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir átti húsið en hún keypti það af norska málaranum Odd Nedrum árið 2007. Árni Harðarson, framkvæmdastjóri Aztiq Pharma, segir í samtali við DV , að félaginu hafi verið boðið að kaupa húsið. Til standi að Aztiq Pharma verði með skrifstofuaðstöðu í húsinu. Aztiq Pharma á hlut í samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen.

Húsið er tæpir 710 fermetrar og fasteignamatið upp á rúmar 113 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað Aztiq Pharma greiddi fyrir húsið. Í ársreikningi Inn fjárfestinga, félagi Ingunnar, var fasteignamatið sagt 105 milljónir króna og segir DV söluverðið hafa getið verið á svipuðu róli.