*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Fólk 22. júlí 2019 10:21

Ingvar Freyr til Samorku

Samorka hefur ráðið Ingvar Freyr Ingvarsson sem hagfræðing samtakanna, en hann hefur starfað hjá SVÞ frá 2016.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings hjá Samorku og hefur hann störf hjá samtökunum í september.

Ingvar lauk M.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum (Norges miljø- og biovitenskapelige unversitet (NMBU)) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011.

Samhliða námi starfaði hann sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem kennari í HÍ og við NMBU.

Ingvar hefur verið hagfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2016.