Ingvar Freyr Ingvarsson hefur verið ráðinn sem hagfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu.

Ingvar hefur kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem aðstoðarkennari í HÍ og við Norska lífvísinda- og umhverfisháskólann (NMBU).

Ingvar starfaði einnig samhliða námi sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands.

Ingvar lauk M.Sc. gráðu frá Norska lífvísinda- og umhverfisháskólanum í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.s. gráðu í Hagfræði frá sama skóla árið 2011. Ingvar lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2007.